Þú ert kannski að velta fyrir þér aðgerð á brjóstum, hefur bókað tíma í aðgerð eða vilt fá frekari upplýsingar um hvernig ferlið fer fram? Hvort sem þú ert komin langt af stað í þinni vegferð eða ert rétt að byrja þá viljum við að þú fáir eins mikið af upplýsingum og þú þarft. Það er þess vegna sem við bjuggum til Sjálfsöryggis síðuna. Við viljum hjálpa þér að fá heildarmyndina af ferlinu og sjá til þess að þú undirbúir þig vel. Velkomin!
Að öðlast sjálfsöryggi
Það efni sem þú færð hérna, upplýsingar, brjóst-varpið, myndirnar og reynslusögur á síðunni munu hjálpa þér að líða öruggri. Það er samt sem áður ekki einungis það sem við viljum að þú vitir fyrir brjóstaaðgerðina. Við viljum að þú sér örugg í þínum líkama. Því fyrir okkur snúast brjóstapúðar ekki um það að gera þig að annarri manneskju. Eða um að breyta líkamanum í eitthvað allt annað. Þetta snýst um hvað þú vilt gera með þinn líkama. Hvað þú sérð fyrir framan þig. Við viljum hjálpa þér að vera trú þínum markmiðum, þínum óskum og fá þær niðurstöður sem eru byggðar á þínum forsendum.
Í hverju skrefi
Við munum ekki einungis gefa þér upplýsingar um brjóstapúðann sjálfan. Jafnvel þótt aðaláherslan hjá Mentor eru brjóstapúðarnir, þá eru þeir samt sem áður hluti af stærri mynd. Markmið okkar með þessari síðu, og með öllu sem við gerum, er að láta þér líða eins öruggri og mögulegt er. Við viljum að áður en þú skoðar þína valmöguleika að þú sért sjálfstæð í þínum ákvörðunum – og sjáir fyrir þér manneskjuna sem þú vilt vera.