Mikilvægt að vita um sílikon

Að fara í gegnum brjóstaaðgerð með silíkoni kemur til með að stækka brjóstin og gefa þeim aukna fyllingu. Vonandi kemur þú til með að vera sátt með líkama þinn og ánægð með niðurstöðurnar eftir að hafa farið í gegnum aðgerð með silíkonfylltum púðum. En hvað er eiginlega silíkon og hvernig munu brjóstin bregðast við því að hafa silíkon í líkamanum.

Hvað er silíkon ?
Silíkon er samsett af kísil, sýru, kol og vetni, sem er sett saman á mismunandi hátt og getur verið notað við ýmsar aðstæður. Í heiminum er silíkon notað meðal annars í læknisfræðilegum tilgangi í til dæmis hjartagangráðum og vefjaþenjurum. Margar halda að silíkon sé mjög framandi efni fyrir líkamann, en silíkon er í mörgum vörum sem við notum dagsdaglega svo sem sápu, svitalyktareyði, handáburði, tyggjói og unnum matvælum.

Er silíkon hættulegt?
Margar konur eru hræddar um að silíkon sé hættulegt fyrir líkamann, og það hafa verið gerðar margar rannsóknir á því sem allar sýna svipaðar niðurstöður. Samkvæmt skýrslum frá The Institute of Medicine, hafa ekki fundist tengsl á milli þess að silíkonígræði hafa orsakað alvarlegar aukaverkanir svo sem bandvefssjúkdóma eða taugasjúkdóma. Það finnast heldur engin tengsl fyrir því að silíkonfylltir púðar getir orsakað krabbamein eða aðra lífshættulega sjúkdóma. Sama efni hefur verið rætt í greinum sem hafa verið birtar í USA, hjá Neytenda- og læknasamtökunum (USFDA). Þeir hafa ekki getað sett samband á milli silíkonfylltra púða og brjóstakrabbameins, bandvefssjúkdóma eða æxlismyndunar.

Hvernig koma brjóstin mín til með að vera viðkomu, í útliti og í hreyfingu?
Þitt val út frá týpu, áferð og stærð á púðanum hefur áhrif á hvernig niðurstaðan verður. Skurður á vasanum þegar púðinn er settur inn, möguleg tilkoma örvefs og hvernig þinn líkami tekur við púðanum hefur einnig áhrif á tilfinninguna, hreyfingu brjóstsins og útlit. Margar konur eru með brjóstapúða sem eru mjúkir og hreyfa sig náttúrulega í brjóstinu, meðan aðrar fá útkomu sem gerir brjóstið harðara og púðinn virðist fastur. Ræddu við þinn lækni hvernig útkomu þú vilt fá fram. Kannski ert þú að leita að lítilli breytingu eða mikilli. Lokaútkoman getur verið lítil, náttúruleg, veruleg eða augljóslega mikið stækkuð, allt eftir því hvað þú vilt.

Hvað þýðir „cohesive“?
Cohesive þýðir hversu stífur púðinn er, eða hversu stíft gelið í púðanum er og hvernig það er tengt saman. Þetta gerir þér kleift að ákveða hversu stífur púðinn er í þínum líkama. Dropalaga púðarnir frá Mentor er með fjórum mismunandi silíkon lögum sem hanga saman sem eining, en sérhver aðskilin hluti hans heldur sinni lögun.

Getur silíkon farið í sundur?
Silíkonið frá Mentor er læknisfræðilega samþykkt. Það þýðir að það hefur verið samþykkt að nota í læknisfræðilegum tilgangi og hefur verið prófað vandlega hver virkni þess er í líkamanum. Það eru samt sem áður áhættur sem er gott að vera meðvituð um. Ein aukaverkun sem getur komið upp er rof á púða sem felur í sér að silíkonið fer í sundur. Þetta getur gerst á fyrstu mánuðum eftir aðgerð eða löngu eftir og getur verið erfitt að uppgötva, bæði fyrir þig og lækninn. Það getur líka verið gott að vita að púðinn dugar ekki að eilífu og getur slitnað með árunum, sem getur endað með því að það komi rof í púðann.

Silíkonpúði getur rifnað vegna herpings í örvef, sem í byrjun myndast á eðlilegan hátt í kringum púðann, en þrengist síðan og kreystir púðann. Rof getur einnig komið vegna líkamlega áverka, t.d. við slys eða við of mikinn þrýsting við brjóstamyndatöku. Þú skalt alltaf láta heilbrigðisstarfsfólk vita að þú sért með brjóstapúða áður en þú ferð í brjóstamyndatöku, það gæti verið að það þurfi að beita öðrum aðferðum og gera nákvæmari skoðun til greina hugsanleg frávik eða sjúkdóma.

HEIMILDIR:

[1] Bondurant, Stuart. Ernster, Virginia L.Herdman, Roger. (2000) Safety of Silicone Breast Implants. (US). Committee on the Safety of Silicone Breast Implants. s.1ff

[2] https://www.fda.gov/MedicalDevices/ProductsandMedicalProcedures/ImplantsandProsthetics/BreastImplants/ucm064106.htm#Connective_Tissue_Disease

[3] https://lakemedelsverket.se/malgrupp/Foretag/Medicinteknik/Introduktion-till-regelverket/Fragor-och-svar/

Mentor – Johnson & Johnson AB 20171125 CA06_01_SE