Í yfir 30 ár hefur Mentor einblínt á að bjóða konum hágæða vörur fyrir brjóstastækkanir og brjóstauppbyggingu. Við viljum að þú sért örugg í gegnum allt ferlið og í mörg ár eftir aðgerðina þína. Áður en þú ákveður að fara í brjóstastækkun getur verið gott að skoða þau atriði sem hafa áhrif á endingu púðans og útlit brjóstsins til lengri tíma.
Hvernig er púðinn prófaður?
Eitt af mikilvægustu prófum sem Mentor púðar ganga í gegnum kallast Tensile Strength Test. Það er notað til að athuga hversu vel skelin utan um púðann heldur sinni lögun. Prófið gengur út á að athuga hversu mikið efnið teygist, til þess að vera viss um að það geti fylgt hreyfingum líkamans í mörg ár.
Mun ég þurfa að skipta út púðunum mínum?
Ending hvers púða er breytilegur á milli kvenna. Sumar konur þurfa að skipta út púðanum innan nokkurra ára meðan aðrar geta verið með sömu púða í 20 ár. Ástæður fyrir enduraðgerðum er breytilegur milli sjúklinga. Það getur t.d. verið að þú viljir að brjóstið lítið öðruvísi út, skipta út fyrir stærri eða minni púða eða fá öðruvísi gerð af púða. Að skipta út púða eða taka púða út getur verið nauðsynlegt ef upp koma einhverjar aukaverkanir. Í þeim tilfellum er alltaf best að ráðfæra þig við þinn lækni og fá ráðleggingar hvaða lausn henti þér best.
Hvað gerist þegar ég tek út púðann
Hvernig þín útkoma verður fer eftir því hvernig púða þú varst með upphaflega, einnig hefur teygjanleikinn í húðinni þinni og líkamslögun áhrif. Eftir að púði hefur verið tekinn getur verið að brjóstin virðist ójöfn eða krumpuð. Til að fá sem besta útkomu er best að ræða þig við þinn lækni varðandi hvað þú getur búist við.
Hvernig verða púðarnir í brjóstunum eftir meðgöngu og brjóstagjöf?
Það er eðlilega að brjóstin verði fyrir áhrifum og breytist á meðan þú ert ólétt. Brjóstin stækka, æðar verða sýnilegri og stór hluti af fitunni í brjóstunum breytist í bandvef, mjólkurgangar og geirvörtur breytast. Það er á meðgöngunni sjálfri sem brjóstin breytast mest, ekki á meðan bjóstagjöf stendur. Hvorki það að forðast brjóstagjöf eða fara í brjóstastækkun kemur í veg fyrir að brjóstin sígi meira eða minna eftir meðgöngu. Ef þú vilt sjá breytingu á útliti brjóstanna eftir meðgöngu skalt þú spyrja lækninn þinn um brjóstalyftingu og fleiri möguleika sem eru í boði.
Hvað stendur lífstíðartrygging Mentor fyrir?
Fyrir alla Mentor púða gildir svokölluð Lifetime Product Replacement Policy og sem sjúklingur fellur þú sjálfkrafa undir þessa tryggingu og ert skráð í Mentor Loforðið. Tryggingin gerir þér kleift að fá nýjan púða ef púði rifnar, allt lífið, án kostnaðar. Aðgerðarkostnaðurinn er ekki greiddur af Mentor en heyrðu í þínum lækni hvernig ferlið er í kringum enduraðgerðir. Mentor Loforðið er sönnun á því öryggi og ábyrgð sem er á bakvið Mentor brjóstapúða. Áherslur fyrir og eftir brjóstastækkun er oft á útlitið eitt og sér. En að velja púða sem er með langa reynslu og með tryggingu sem tryggir þig fyrir algengustu fylgikvillum er það mikilvægasta sem þú gerir fyrir þinn líkama.
[1] Bondurant, Stuart. Ernster, Virginia L.Herdman, Roger. (2000) Safety of Silicone Breast Implants. (US). Committee on the Safety of Silicone Breast Implants. s.1ff
Mentor – Johnson & Johnson AB 20171125 CA06_01_SE