Hvar á að staðsetja púðann?

Áður en þú ferð í þína brjóstastækkun eru nokkrar ákvarðanir sem þú þarft að taka ásamt þínum skurðlækni. Ein af þeim er hvar á að staðsetja púðann.

Undir eða yfir vöðva
Hægt er að koma púðanum fyrir undir brjóstavöðvanum ( Pectoralis Major) eða fyrir framan brjóstavöðvann og þá undir mjólkurkirtlunum. Þegar þú hittir lækninn þinn getið þið rætt um kosti og galla ólíkra staðsetninga á púðanum.

Undir vöðva
Ef púðanum eru komið fyrir undir vöðva eru minni líkur á að þú finnir fyrir púðanum undir húðinni og minni líkur á því að þú finnir fyrir því ef örvefur myndast í kringum púðann. Púði undir vöðva minnkar einnig áhættu á að brjóstin sígi og hjálpar við að halda á móti þyngd púðans. Þessi staðsetning auðveldar líka skoðun á brjóstunum t.d. í brjóstaskanna. Mögulegur ókostur þess að vera með púða undir vöðva er lengri aðgerðartími og aðeins lengra bataferli.

Yfir vöðva
Ef þú velur að fá púðann yfir vöðva getur aðgerðartíminn og bataferlið verið styttra. Mögulegir ókostir þess að fá púðann yfir vöðva getur verið að þú finnir frekar fyrir púðanum undir húðinni. Það getur einnig verið erfiðara að fara í brjóstaskanna.

Spjallaðu við þinn lækni hvaða valkostur hentar þér best, miðað við þinn líkama og þínar þarfir.