Hvað er vísindaleg skráning og af hverju skiptir hún máli?

Þegar þú hittir skurðlækninn í læknaviðtalinu mun þetta ekki vera það fyrsta sem þú spyrð um. En vísindaleg skráning gegnir mikilvægu hlutverki bæði fyrir skurðlæknana sem við hjá Mentor erum í samstarfi við-Einnig fyrir þig sem sjúkling þegar þú ert að velja púðana þína. Hér getur þú kynnt þér meira um vísindalega skráningu og hvernig púðinn mun haga sér í líkama þínum.

FYRST AF ÖLLU-SMÁ SKILGREINING
Ef þú hefur ekki heyrt hugtakið áður þá er vísindaleg skráning þær upplýsingar sem að vísindarannsóknir byggja á. Það getur snúist um að rannsaka eða meta til dæmis lyf eða skurðaðferð-eða í okkar tilfelli einhvern ákveðinn púða. Svona rannsókn er hægt að gera í stuttuan tíma, sem er venjulega skilgreindur sem minna en fimm ár, einnig er hægt að gera slíka rannsókn í lengri tíma. Í síðara tilfellinu er slík rannsókn gerð í meira en tíu árum. Hjá Mentor höfum við lagt áherslu á að okkar púðar sýni jákvæða niðurstöður í lengri tíma, en líka að niðurstöðurnar séu fengnar frá utanaðkomandi og óháðum aðilum. Þetta eiga að vera niðurstöður sem bæði við og þú getum treyst.

NIÐURSTÖÐUR FRÁ ÖLLUM HEIMINUM

Í dag eru milli 5-10 miljónir kvenna í heiminum með púða og yfir helmingur þeirra er með púða frá Mentor. Af þessum konum hafa 200 000 verið hluti af vísindarannsókn síðustu 20 ár. Það sem við vildum vita í rannsókninni , var hvernig konunum leið púðana eftir aðgerð – ekki bara áður en þeir voru settir í. Við vildum tryggja að við fengjum óháða mynd af gæðum og endingu framleiðslu okkar og helst af öllu sjá á löngum tíma hversu ánægðar konurnar voru með Mentor púðana sem settir voru í þær.

NÁKVÆM SKRÁNING
Að geta sýnt fram á vísindalega skráningu fyrir púðana okkar er grundvallaratriði í þeirri þjónustu sem við bjóðum bæði læknum sem við vinnum með og þeim konum sem velja Mentor. Vinna okkar með að sýna framm á langtíma og jákæðar niðurstöður hefur meðal annars gert það að verkum að í dag erum við einn af 3 framleiðendum á brjóstapúðum sem hefur leyfi til að selja framleiðslu sína á bandaríska markaðnum. Í Bandaríkjunum verða fyrirtæki að uppfylla strangar kröfur bandarísku neytenda- og læknasamtakanna USFDA um gæði og öryggi til að geta boðið framleiðslu sína. Það er því að þakka að við eigum rannsóknir og vísindaleg gögn í háum gæðaflokki frá síðustu 10 árum að gelfylltu dropalaga púðarnir okkar hafa verið samþykktir til sölu í Bandaríkjunum.

TIL UMHUGSUNAR
Eins og fyrr greinir þá er vísindaleg skráning ekki það fyrsta sem að þú hugsar um áður en þú ferð í læknaviðtalið eða í aðgerðina þína. En það getur verið gott að hafa í huga að þú átt að verða eins ánægð og hægt er eftir skurðaðgerðina þína. – Til þess að þér finnist þú geta verið örugg í mörg ár. Vísindaleg skráning er gott verkfæri annars vegar til að velja réttan skurðlækni og mikilvægast af öllu réttan púða. Biddu um Mentor þá veistu að valið er öruggt.