Valið á brjóstapúða er mikilvægt og þú skalt alltaf vera örugg í þinni ákvörðun og í þínum líkama. Þetta snýst um að velja hágæða púða sem gefur þér þá útkomu sem þú vilt. Það eru samt sem áður fleiri þættir sem hafa áhrif val þitt.
Hvað getur verið gott að hugsa um ?
Hversu miklar prófanir hefur púðinn farið í gegnum og eru áhættur á aukaverkunum sem er gott að þekkja til. Með því að fara í gegnum miklar prófanir eru minnkaðar þær áhættur sem fylgja brjóstastækkun. Mentor eru ábyrgur framleiðandi á brjóstapúðum og veit að mikilvægt er að vera með upplýsingar um alla mögulega fylgikvilla. Að bjóða upp á alhliða vörutryggingu sýnir umhyggju Mentor fyrir þinni heilsu og velferð til lengdar.
Hver er munur á milli ólíka trygginga?
Eins og þú eflaust veist eru til mismunandi framleiðendur af brjóstapúðum, sem bjóða upp á mismunandi vörutryggingar fyrir þig sem sjúkling. Það sem getur aðgreint tryggingar er:
- Hvort tryggingin sé ókeypis eða ekki
- Hvort þú sér sjálfkrafa skráð í trygginguna
- Hvort tryggingin nái yfir rof á brjóstapúða
- Hvort hún nái yfir herping á örvef (Capsular Contracture)
- Hvort hún nái yfir tvöföldun himnu ( Double Capsule)
- Hvort hún nái yfir síðkomins sermigúls ( Late ceroma)
- Hvort hún bjóði upp á púða á gagnstæðu brjósti
- Hvort þú, í gegnum trygginguna, fá fjárhagslegan stuðning við staðfest rof á púða.
Í samanburði á Allergan Natrelle, EuroSilicone & Nagor, Polytech, Motiva, Sebbin og Mentor er hægt að sjá að í dag er Mentor með umfangmestu trygginguna fyrir brjóstapúða á markaðnum í dag. Þú getur lesið frekari upplýsingar um MentorLoforðið hér.
Mentor lofar þér
Eftir þína brjóstastækkun verður þú sjálfkrafa hluti af Mentor Loforðinu, án auka kostnaðar. Okkar yfirgripsmikla trygging er gerð til að þú getir treyst þínum púða, þínu útliti og vitað að við verðum til staðar fyrir þig.
Með tryggingunni okkar færð þú :
- Ókeypis tryggingu sem þú ert skráð sjálfkrafa í.
- Nýjan ókeypis púða við rof á púða, lífstíðaábyrgð.
- Allt að 1000 evrur í fjárhagslegan stuðning við rof á púða í 10 ár.
- Nýjan ókeypis púða við herpingu (Capsular Contracture), tvöföldun á himnu ( Double Capsule) og síðkomins sermigúls ( Late ceroma).
- Ókeypis púði á gagnstæðu brjósti ef þinn læknir biður um það.
- Ef staðfest rof (sprunga) er á púða eða leki á Mentor brjóstapúða sem kemur vegna slits og þarfnast inngrips læknis, mun Mentor, óháð aldri púðans, gefa nýjan Mentor brjóstapúða. Áhersla okkar á gæði og nýsköpun leyfir okkur að bjóða upp á umfangsmestu trygginguna á markaðnum.
- Ef skipta þarf út Mentor gelfylltum brjóstapúða vegna staðfestrar sprungu í púðanum innan tíu (10) ára frá aðgerð, og staðfesting er til staðar frá Mentor í kjölfar mats og greiningar, mun Mentor greiða fyrir kostnað sjúklings vegna skurðstofu, deyfilyfja og/eða kostnað vegna enduraðgerðar allt að 1000 evrur. Kostnaður við skurðstofu og vegna deyfilyfja skal vera í forgangi. Í slíkum tilvikum verður beiðni fyrir fjárhagsaðstoð samkvæmt verndaráætlun Mentor að vera gerð til þíns læknis. Fjárhagsaðstoð felur ekki í sér lán til þín.
- Ef herping örvefs (Baker III/IV), tvöföldun himnu eða sermigúll hefur myndast við aðgerð með Mentor gelpúða mun Mentor útvega nýjan Mentor gelpúða, án kostnaðar séu innan við 10 ár frá aðgerð og ef réttur hefur verið staðfestur af Mentor í kjö0lfar greiningar á hinum fjarlægða púða og mats á öllum nauðsynlegum gögnum. Mentor mun útvega nýja Mentor vöru af hvaða stærð sem er með svipaða lögun og útlit og upprunalegi púðinn.
Heimildir :
MentorPromise Protection Plan © Mentor Worldwide LLC 2017 070354-170403_SE
Mentor – Johnson & Johnson AB 20171125 CA05_01_SE