Á ég að fara í brjóstastækkun ?

Það eru nokkrir þættir sem þarf að hafa í huga áður en þú bókar tíma í brjóstastækkun. Hér getur þú lesið þér betur til um hvernig þessi aðgerð henti þér.

Aukin stærð og betri hlutföll brjóstanna .
Aðgerðin er til þess að stækka brjóstin og bæta hlutföll þeirra. Mælt er með því að konur yngri en 18 ára fái einungis að fara í brjóstastækkun ef fyrir því eru læknisfræðilegar ástæður. Margar konur tengja andlega vellíðan við það að vera ánægðar með líkama sinn.

Persónuleg ánægja
Jafnvel þótt það séu ekki allar konur sem finna þörf á að fara í brjóstastækkun, þá hefur þessi aðgerð veitt þúsundum kvenna mikla persónulega ánægju.  Kona getur ákveðið að fara í brjóstastækkun út af eftirfarandi persónulegu ástæðum:

  • Stækkun til að fá fram betri lögun á brjóstunum
  • Stækkun og mótun á brjóstunum eftir brjóstagjöf
  • Jafna út brjóst sem eru mismunandi af stærð og lögun.

Margir valmöguleikar
Ástæður þínar eru mjög persónulegar og val þitt fyrir brjóstastækkun á að vera gert af þér og lækninum þínar á grundvelli þinna þarfa, óska og væntinga. Í dag eru margir valmöguleikar í boði fyrir þær konur sem ákveða að gangast undir brjóstastækkun. Þessi grein er gerð til að hjálpa þér að skilja meira varðandi brjóstastækkun og hvaða valmöguleika þú hefur. Hún er ekki hugsuð til að koma í stað samtals milli þín og læknisins.

Talaðu við vini og fjölskyldu
Það getur verið gott að tala við fjölskyldu, vini og stuðningshópa fyrir konur með brjóstapúða til að fá aðstoð við að taka ákvörðun. Við ráðleggjum þér að bíða a.m.k. tvær til fjórar vikur eftir að hafa lesið þér til um brjóstastækkun áður en þú ferð í sjálfa aðgerðina.

Ástæður þínar fyrir brjóstastækkun eru mjög persónulegar. Þetta er þitt val ásamt lækninum þínum sem styður þig á grundvelli þinna þarfa, óska og væntinga.

Mentor – Johnson & Johnson AB 20180313  CA07_01_SE (Clinical Article 7 version 01)   

Lífið eftir brjóstastækkun

Að taka ákvörðun um að fara í aðgerð getur bæði valdið kvíða og verið spennandi. Þegar þú hefur tekið ákvörðun um að fara í brjóstaagerð er eðlilegt að fara að hugsa um hvað muni gerast og hvernig þér muni líða eftir aðgerðina.

HVERNIG MUN TÍMINN EFTIR AÐGERÐ VERA?
Þegar þú vaknar eftir aðgerðina er eðlilegt að þú sért þreytt, aum og bólgin kringum brjóstin. Þetta getur staðið yfir í nokkra daga. Brjóstin geta verið aum við snertingu í mánuð eða lengur og það getur líka strekkt á húðinni á meðan líkaminn er að venja sig við nýju brjóstastærðina. Í um það bil 3 mánuði eftir aðgerð myndast örvefur kringum púðana og þú þarft þess vegna að forðast brjóstahaldara með spöngum vegna þess að farið þar sem spöngin skerst inn getur haft áhrif á útlit skurðörsins.

Þér getur verið ráðlagður sérstakur sjúkrabrjóstahaldari, teygjubindi eða íþóttabrjóstahaldari til að auka stuðning á meðan þú ert að gróa. Þegar örin hafa gróið er hægt að nota spangarbrjóstahaldara aftir til skiptis við annan brjóstahaldara sem skerst ekki inn til að komast hjá varanlegu fari. Að nota sólbekk eða fara í sólbað getur gert örið verra og lit þess dekkri. Þess vegna þarftu að forðast þetta í að minsta kosti 1 ár eftir aðgerðina. Sólin skaðar ekki sjálfan púðann, en þér getur fundist púðinn hitna og það tekur hann lengri tíma að kólna en aðra hluta líkamans.

HVENÆR GET ÉG FARIÐ AFTUR AÐ STUNDA VINNU OG ÁHUGAMÁL MÍN
Fljótlega eftir aðgerðina þína getur þú farið að lifa þínu venjulega lífi aftur. Farðu eftir leiðbeiningum skurðlæknis þíns um það hvenær þú getur farið aftur að stunda vinnu og áhugamál þín. Erfiðar athafnir sem hækka púls eða blóðþrýsting á að forðast fyrstu vikurnar eftir aðgerðina en eftir um það bil einn mánuð getur þú stundað léttari athafnir, hins vegar ber að geta að eins og með allar aðgerðir þá bregst líkaminn við á mismunandi vegu hjá hverjum einstaklingi og að ná heilsu getur verið mismunandi frá konu til konu. Hlustaðu á líkama þinn og hvað hann þolir. Ekki hika við að hafa samband við skurðlækninn ef að þú færð hita, sjánlega bólgu eða roða í brjóst sem aðgerð var gerð á.

GET ÉG GEFIÐ BRJÓST MEÐ BRJÓSTAPÚÐA
Algengt er að konur hafi áhyggjur af að eiga í erfiðleikum með að gefa bróst eftir brjóstaaðgerð, en margar konur með brjóstapúða hafa án erfiðleika gefið börnum sínum brjóst. Í þeim tilvikum sem þetta hefur áhrif á getuna til að gefa brjóst er það helst af því að aðgerðin er gerð með skurði við geirvörturnar. Ef þú verður vör við sýkingu skalt þú hafa samband við skurlækni þinn eins fljótt og hægt er. Hvað varðar brjóstamjólkina sjálfa hefur verið sýnt fram á að sílíkonið í brjóstapúðunum hefur ekki áhrif á brjóstamjólkina. – og að konur með gelpúða hafa ekki hærra hlutfall af sílíkoni í brjóstamjólkinni en konur án púða.

HVAÐ ERU ALGENGUSTU ÁHÆTTUÞÆTTIRNIR?
Áður en þú ákveður að fara í aðgerð er mililvægt að vera meðvituð um að brjóstaaðgerð hefur hættur í för með sér. Helstu fylgikvillar MENTOR® MemoryGelTM brjóstapúðanna eru endurtekin aðgerð, brottnám púðanna, herpingur í örvef kringum púðann, ójafnir púðar og sársauki. Sjaldgæfari fylgikvilli er rofinn púði. Rofinn þýðir að púðinn hefur skemmst, sem venjulega gerist án þess að þú eða læknirinn þinn hafið tekið eftir því. Ef þú finnur fyrir miklum verkjum ættir þú að tala við lækninn þinn til að finna út hvort að eitthvað sé að.

Næmni geirvörtunnar getur breyst eftir aðgerð, annaðhvort aukist eða minnkað. Breytingin getur verið tímabundin eða varanleg. Púðinn getur verið upphaf að slitförum á brjóstunum en þetta gerist sjaldan. Ef þetta er að valda þér áhyggjum getur þú valið minni púða eða breytanlega púða sem gefur húðinni tækifæri til að gefa eftir  á lengri tíma og þannig minnkað slitförin