Náttúrulegt útlit.

Dropalaga púðarnir (CPG púðar) fylltir með  einstöku geli frá Mentor eru árangur af 10 ára rannsóknum. [2] Þeir eru gerðir til að halda lögun sinni og mynda brjóst sem eru náttúruleg útlits.

CPG gelpúðarnir frá MENTOR®

  • Falleg útkoma sem líkir eftir náttúrulegum línum líkamans
  • Eru með mynstrað Siltex yfirborð
  • Eru fyrsta val við brjóstauppbygginu[3]
  • Sýnt hefur verið fram á litla áhættu á herpingi í örvef kringum púðann og snúningi púðans.[4]

[3] Mentor, Norrænar sölutölur frá 2016 HINAS innkaupadeild Sjúkrahúsanna HF

Öruggt val.

Valkostur sem er leiðandi á heimsvísu Mentor býður í dag bæði hringlaga og dropalaga púða sem báðir eru CE merktir og viðurkenndir af neytenda- og læknasamtökum Bandaríkjanna FDA.[5] Púðarnir eru fylltir með einstöku, einkaleyfisvernduðu og þéttu geli – sem helst vel saman og er viðkomu eins og eðlilegur brjóstvefur.

Hvað hefur áhrif á þín útkomu?

Þú og skurðlæknirinn þinn munuð ræða þá valkosti sem þú hefur varðandi mismunandi gerðir af púðum, eins og til dæmis:

  • Stærð púðans mæld í rúmsentimetrum (cc).
  • Yfirborð púðans: slétt eða mynstrað.
  • Hliðarsvipurinn: hversu mikið púðinn á að standa út frá líkamanum.

Hringlaga púði með sléttu yfirborði

Hringlaga púði með hrjúfu yfirborði

Að finna það rétta fyrir þig.

Það getur verið einfalt að bera sig saman við útkomu annarra. En hvernig brjóstastækkun einhvers annars hefur gengið gefur ekki endilega sömu mynd af því hvernig líkami þinn muni líta út.

Líkami þinn er einstakur
Finndu læknastofu og skurðlækni sem tekur tillit til þinna óska, vaxtarlags, heilsu og hvað þú vilt fá út úr aðgerðinni. Þú þarft að geta verið hreinskilin, liðið vel og upplifað að það sé hlustað á þig í öllu ferlinu.

Hver er þín ástæða?
Hún getur verið að breyta líkamshlutföllum, að endurgera brjóstin eftir brjóstagjöf eða að jafna stærð brjóstanna. Því skýrari sem forsendur þínar eru þeim mun auðveldara verður fyrir þig og skurðlækninn að taka réttar ákvarðanir.