Það getur verið einfalt að bera sig saman við útkomu annarra. En hvernig brjóstastækkun einhvers annars hefur gengið gefur ekki endilega sömu mynd af því hvernig líkami þinn muni líta út.
Líkami þinn er einstakur
Finndu læknastofu og skurðlækni sem tekur tillit til þinna óska, vaxtarlags, heilsu og hvað þú vilt fá út úr aðgerðinni. Þú þarft að geta verið hreinskilin, liðið vel og upplifað að það sé hlustað á þig í öllu ferlinu.
Hver er þín ástæða?
Hún getur verið að breyta líkamshlutföllum, að endurgera brjóstin eftir brjóstagjöf eða að jafna stærð brjóstanna. Því skýrari sem forsendur þínar eru þeim mun auðveldara verður fyrir þig og skurðlækninn að taka réttar ákvarðanir.