Hvar á að staðsetja púðann?

Áður en þú ferð í þína brjóstastækkun eru nokkrar ákvarðanir sem þú þarft að taka ásamt þínum skurðlækni. Ein af þeim er hvar á að staðsetja púðann.

Undir eða yfir vöðva
Hægt er að koma púðanum fyrir undir brjóstavöðvanum ( Pectoralis Major) eða fyrir framan brjóstavöðvann og þá undir mjólkurkirtlunum. Þegar þú hittir lækninn þinn getið þið rætt um kosti og galla ólíkra staðsetninga á púðanum.

Undir vöðva
Ef púðanum eru komið fyrir undir vöðva eru minni líkur á að þú finnir fyrir púðanum undir húðinni og minni líkur á því að þú finnir fyrir því ef örvefur myndast í kringum púðann. Púði undir vöðva minnkar einnig áhættu á að brjóstin sígi og hjálpar við að halda á móti þyngd púðans. Þessi staðsetning auðveldar líka skoðun á brjóstunum t.d. í brjóstaskanna. Mögulegur ókostur þess að vera með púða undir vöðva er lengri aðgerðartími og aðeins lengra bataferli.

Yfir vöðva
Ef þú velur að fá púðann yfir vöðva getur aðgerðartíminn og bataferlið verið styttra. Mögulegir ókostir þess að fá púðann yfir vöðva getur verið að þú finnir frekar fyrir púðanum undir húðinni. Það getur einnig verið erfiðara að fara í brjóstaskanna.

Spjallaðu við þinn lækni hvaða valkostur hentar þér best, miðað við þinn líkama og þínar þarfir.

Á ég að fara í brjóstastækkun ?

Það eru nokkrir þættir sem þarf að hafa í huga áður en þú bókar tíma í brjóstastækkun. Hér getur þú lesið þér betur til um hvernig þessi aðgerð henti þér.

Aukin stærð og betri hlutföll brjóstanna .
Aðgerðin er til þess að stækka brjóstin og bæta hlutföll þeirra. Mælt er með því að konur yngri en 18 ára fái einungis að fara í brjóstastækkun ef fyrir því eru læknisfræðilegar ástæður. Margar konur tengja andlega vellíðan við það að vera ánægðar með líkama sinn.

Persónuleg ánægja
Jafnvel þótt það séu ekki allar konur sem finna þörf á að fara í brjóstastækkun, þá hefur þessi aðgerð veitt þúsundum kvenna mikla persónulega ánægju.  Kona getur ákveðið að fara í brjóstastækkun út af eftirfarandi persónulegu ástæðum:

 • Stækkun til að fá fram betri lögun á brjóstunum
 • Stækkun og mótun á brjóstunum eftir brjóstagjöf
 • Jafna út brjóst sem eru mismunandi af stærð og lögun.

Margir valmöguleikar
Ástæður þínar eru mjög persónulegar og val þitt fyrir brjóstastækkun á að vera gert af þér og lækninum þínar á grundvelli þinna þarfa, óska og væntinga. Í dag eru margir valmöguleikar í boði fyrir þær konur sem ákveða að gangast undir brjóstastækkun. Þessi grein er gerð til að hjálpa þér að skilja meira varðandi brjóstastækkun og hvaða valmöguleika þú hefur. Hún er ekki hugsuð til að koma í stað samtals milli þín og læknisins.

Talaðu við vini og fjölskyldu
Það getur verið gott að tala við fjölskyldu, vini og stuðningshópa fyrir konur með brjóstapúða til að fá aðstoð við að taka ákvörðun. Við ráðleggjum þér að bíða a.m.k. tvær til fjórar vikur eftir að hafa lesið þér til um brjóstastækkun áður en þú ferð í sjálfa aðgerðina.

Ástæður þínar fyrir brjóstastækkun eru mjög persónulegar. Þetta er þitt val ásamt lækninum þínum sem styður þig á grundvelli þinna þarfa, óska og væntinga.

Mentor – Johnson & Johnson AB 20180313  CA07_01_SE (Clinical Article 7 version 01)   

10 ástæður fyrir því að velja Mentor

Þegar þú velur að fá vöru frá Mentor getur þú verið örugg með val þitt og púða ásamt fyrirtækinu á bakvið púðann. Hér getur þú lesið þér til um aðferðir okkar og viðveru á mismunandi stöðum í heiminum.

1. Mikil reynsla
Mentor hefur verið á markaðnum síðan árið 1969 og er í dag einn stærsti framleiðandi í heiminum á brjóstapúðum.

2. Undir miklum kröfum
Brjóstapúðar frá Mentor eru CE-merktir [1] og samþykktir í Bandaríkjunum af US-FDA[2]

3. Samþykktir alþjóðlega
Brjóstapúðar frá Mentor eru samþykktir í yfir 70 löndum.[3]

4. Háir staðlar
Allar Mentor vörur eru framleiddar undir ströngustu gæðakröfum fyrir hönnun og prófun.

5. Leiðandi trygging
Mentor býður upp á umfangmestu tryggingu sem í boði er á markaðnum.[4]

6. Reynslumiklir samstarfsaðilar
Við vinnum saman með reynslumiklum skurðlæknum alls staðar að úr heiminum til að þróa nýjar vörur.

7. Sannað öryggi
Öryggi Mentor vara hefur verið rannsakað með klínískum rannsóknum sem yfir 200.000 konur tóku þátt í.[5]

8. Ánægðar konur
5-10 milljónir kvenna eru með brjóstapúða í dag. Yfir helmingur púðanna eru frá Mentor.[6]

9. Leiðandi í brjóstauppbyggingu
Mentor púðar eru leiðandi valkostur á öllum Norðurlöndunum innan brjóstauppbyggingar.[7]

10. Hluti af stórri og öruggri fjölskyldu
Mentor eru hluti af Johnson&Johnson, eitt af stærstu fyrirtækjum í heimi á sviði lækningatækja, með yfir 130 ára reynslu í fleiri en 175 löndum með 250 mismunandi vörumerkjum.

[1] Saltvatnsfylltir brjóstapúðar Mentor, MemoryGel sílikonfylltir brjóstapúðar, CPG sílíkonfylltir brjóstapúðar og BECKER vefjaþenjari með ígræði sem eru til sölu á Evrópu svæði eru CE merktar.

[2] Þeir Mentor brjóstapúðar sem eru samþykktir af FDA eru saltvatnsfylltir brjóstapúðar, MemoryGel sílikon brjóstapúðar og MemoryShape sílikonfylltir brjóstapúðar sem eru leyfðir til sölu í Ameríku.
[3] Mentor Worldwide LLC, Internal data, Global Sales Figures (2015)
[4] Byggt á upplýsingum um tryggingu á eftirfarandi brjóstapúðum. Allergan Natrelle :http://www.natrelle.co.uk/breastenhancement/Pages/warranty.aspx, EuroSilicone & Nagor: :http://nagor.com/pdf/Warranty_PDF_Nagor.pdf , Arion: http://www.laboratoires-arion.com/images/arion/
ARION_GUARANTEE_PROGRAM_ANG.pdf, Polytech:http://www.

polytechhealth.info/images/pdf/IoE_Information_engl_2015-01.pdf, Motiva:

https://motivaimplants.com/product-warranty/, Sebbin: Garantie des IMPLANTS

MAMMAIRES och La garantie premium, (Hämtat 170320)
[5] Institute of Medicine, National Academy of Medicine (2007) Information for
women about safety of silicone breast implants.
[6] Mentor Worldwide LLC. Mentor Worldwide Sales Data
 
[7] Mentor Norden sales figures 2016. HINAS Sjukhusinköp HF
 

Lífið eftir brjóstastækkun

Að taka ákvörðun um að fara í aðgerð getur bæði valdið kvíða og verið spennandi. Þegar þú hefur tekið ákvörðun um að fara í brjóstaagerð er eðlilegt að fara að hugsa um hvað muni gerast og hvernig þér muni líða eftir aðgerðina.

HVERNIG MUN TÍMINN EFTIR AÐGERÐ VERA?
Þegar þú vaknar eftir aðgerðina er eðlilegt að þú sért þreytt, aum og bólgin kringum brjóstin. Þetta getur staðið yfir í nokkra daga. Brjóstin geta verið aum við snertingu í mánuð eða lengur og það getur líka strekkt á húðinni á meðan líkaminn er að venja sig við nýju brjóstastærðina. Í um það bil 3 mánuði eftir aðgerð myndast örvefur kringum púðana og þú þarft þess vegna að forðast brjóstahaldara með spöngum vegna þess að farið þar sem spöngin skerst inn getur haft áhrif á útlit skurðörsins.

Þér getur verið ráðlagður sérstakur sjúkrabrjóstahaldari, teygjubindi eða íþóttabrjóstahaldari til að auka stuðning á meðan þú ert að gróa. Þegar örin hafa gróið er hægt að nota spangarbrjóstahaldara aftir til skiptis við annan brjóstahaldara sem skerst ekki inn til að komast hjá varanlegu fari. Að nota sólbekk eða fara í sólbað getur gert örið verra og lit þess dekkri. Þess vegna þarftu að forðast þetta í að minsta kosti 1 ár eftir aðgerðina. Sólin skaðar ekki sjálfan púðann, en þér getur fundist púðinn hitna og það tekur hann lengri tíma að kólna en aðra hluta líkamans.

HVENÆR GET ÉG FARIÐ AFTUR AÐ STUNDA VINNU OG ÁHUGAMÁL MÍN
Fljótlega eftir aðgerðina þína getur þú farið að lifa þínu venjulega lífi aftur. Farðu eftir leiðbeiningum skurðlæknis þíns um það hvenær þú getur farið aftur að stunda vinnu og áhugamál þín. Erfiðar athafnir sem hækka púls eða blóðþrýsting á að forðast fyrstu vikurnar eftir aðgerðina en eftir um það bil einn mánuð getur þú stundað léttari athafnir, hins vegar ber að geta að eins og með allar aðgerðir þá bregst líkaminn við á mismunandi vegu hjá hverjum einstaklingi og að ná heilsu getur verið mismunandi frá konu til konu. Hlustaðu á líkama þinn og hvað hann þolir. Ekki hika við að hafa samband við skurðlækninn ef að þú færð hita, sjánlega bólgu eða roða í brjóst sem aðgerð var gerð á.

GET ÉG GEFIÐ BRJÓST MEÐ BRJÓSTAPÚÐA
Algengt er að konur hafi áhyggjur af að eiga í erfiðleikum með að gefa bróst eftir brjóstaaðgerð, en margar konur með brjóstapúða hafa án erfiðleika gefið börnum sínum brjóst. Í þeim tilvikum sem þetta hefur áhrif á getuna til að gefa brjóst er það helst af því að aðgerðin er gerð með skurði við geirvörturnar. Ef þú verður vör við sýkingu skalt þú hafa samband við skurlækni þinn eins fljótt og hægt er. Hvað varðar brjóstamjólkina sjálfa hefur verið sýnt fram á að sílíkonið í brjóstapúðunum hefur ekki áhrif á brjóstamjólkina. – og að konur með gelpúða hafa ekki hærra hlutfall af sílíkoni í brjóstamjólkinni en konur án púða.

HVAÐ ERU ALGENGUSTU ÁHÆTTUÞÆTTIRNIR?
Áður en þú ákveður að fara í aðgerð er mililvægt að vera meðvituð um að brjóstaaðgerð hefur hættur í för með sér. Helstu fylgikvillar MENTOR® MemoryGelTM brjóstapúðanna eru endurtekin aðgerð, brottnám púðanna, herpingur í örvef kringum púðann, ójafnir púðar og sársauki. Sjaldgæfari fylgikvilli er rofinn púði. Rofinn þýðir að púðinn hefur skemmst, sem venjulega gerist án þess að þú eða læknirinn þinn hafið tekið eftir því. Ef þú finnur fyrir miklum verkjum ættir þú að tala við lækninn þinn til að finna út hvort að eitthvað sé að.

Næmni geirvörtunnar getur breyst eftir aðgerð, annaðhvort aukist eða minnkað. Breytingin getur verið tímabundin eða varanleg. Púðinn getur verið upphaf að slitförum á brjóstunum en þetta gerist sjaldan. Ef þetta er að valda þér áhyggjum getur þú valið minni púða eða breytanlega púða sem gefur húðinni tækifæri til að gefa eftir  á lengri tíma og þannig minnkað slitförin

Hvað er vísindaleg skráning og af hverju skiptir hún máli?

Þegar þú hittir skurðlækninn í læknaviðtalinu mun þetta ekki vera það fyrsta sem þú spyrð um. En vísindaleg skráning gegnir mikilvægu hlutverki bæði fyrir skurðlæknana sem við hjá Mentor erum í samstarfi við-Einnig fyrir þig sem sjúkling þegar þú ert að velja púðana þína. Hér getur þú kynnt þér meira um vísindalega skráningu og hvernig púðinn mun haga sér í líkama þínum.

FYRST AF ÖLLU-SMÁ SKILGREINING
Ef þú hefur ekki heyrt hugtakið áður þá er vísindaleg skráning þær upplýsingar sem að vísindarannsóknir byggja á. Það getur snúist um að rannsaka eða meta til dæmis lyf eða skurðaðferð-eða í okkar tilfelli einhvern ákveðinn púða. Svona rannsókn er hægt að gera í stuttuan tíma, sem er venjulega skilgreindur sem minna en fimm ár, einnig er hægt að gera slíka rannsókn í lengri tíma. Í síðara tilfellinu er slík rannsókn gerð í meira en tíu árum. Hjá Mentor höfum við lagt áherslu á að okkar púðar sýni jákvæða niðurstöður í lengri tíma, en líka að niðurstöðurnar séu fengnar frá utanaðkomandi og óháðum aðilum. Þetta eiga að vera niðurstöður sem bæði við og þú getum treyst.

NIÐURSTÖÐUR FRÁ ÖLLUM HEIMINUM

Í dag eru milli 5-10 miljónir kvenna í heiminum með púða og yfir helmingur þeirra er með púða frá Mentor. Af þessum konum hafa 200 000 verið hluti af vísindarannsókn síðustu 20 ár. Það sem við vildum vita í rannsókninni , var hvernig konunum leið púðana eftir aðgerð – ekki bara áður en þeir voru settir í. Við vildum tryggja að við fengjum óháða mynd af gæðum og endingu framleiðslu okkar og helst af öllu sjá á löngum tíma hversu ánægðar konurnar voru með Mentor púðana sem settir voru í þær.

NÁKVÆM SKRÁNING
Að geta sýnt fram á vísindalega skráningu fyrir púðana okkar er grundvallaratriði í þeirri þjónustu sem við bjóðum bæði læknum sem við vinnum með og þeim konum sem velja Mentor. Vinna okkar með að sýna framm á langtíma og jákæðar niðurstöður hefur meðal annars gert það að verkum að í dag erum við einn af 3 framleiðendum á brjóstapúðum sem hefur leyfi til að selja framleiðslu sína á bandaríska markaðnum. Í Bandaríkjunum verða fyrirtæki að uppfylla strangar kröfur bandarísku neytenda- og læknasamtakanna USFDA um gæði og öryggi til að geta boðið framleiðslu sína. Það er því að þakka að við eigum rannsóknir og vísindaleg gögn í háum gæðaflokki frá síðustu 10 árum að gelfylltu dropalaga púðarnir okkar hafa verið samþykktir til sölu í Bandaríkjunum.

TIL UMHUGSUNAR
Eins og fyrr greinir þá er vísindaleg skráning ekki það fyrsta sem að þú hugsar um áður en þú ferð í læknaviðtalið eða í aðgerðina þína. En það getur verið gott að hafa í huga að þú átt að verða eins ánægð og hægt er eftir skurðaðgerðina þína. – Til þess að þér finnist þú geta verið örugg í mörg ár. Vísindaleg skráning er gott verkfæri annars vegar til að velja réttan skurðlækni og mikilvægast af öllu réttan púða. Biddu um Mentor þá veistu að valið er öruggt.

Mikilvægt að vita um sílikon

Að fara í gegnum brjóstaaðgerð með silíkoni kemur til með að stækka brjóstin og gefa þeim aukna fyllingu. Vonandi kemur þú til með að vera sátt með líkama þinn og ánægð með niðurstöðurnar eftir að hafa farið í gegnum aðgerð með silíkonfylltum púðum. En hvað er eiginlega silíkon og hvernig munu brjóstin bregðast við því að hafa silíkon í líkamanum.

Hvað er silíkon ?
Silíkon er samsett af kísil, sýru, kol og vetni, sem er sett saman á mismunandi hátt og getur verið notað við ýmsar aðstæður. Í heiminum er silíkon notað meðal annars í læknisfræðilegum tilgangi í til dæmis hjartagangráðum og vefjaþenjurum. Margar halda að silíkon sé mjög framandi efni fyrir líkamann, en silíkon er í mörgum vörum sem við notum dagsdaglega svo sem sápu, svitalyktareyði, handáburði, tyggjói og unnum matvælum.

Er silíkon hættulegt?
Margar konur eru hræddar um að silíkon sé hættulegt fyrir líkamann, og það hafa verið gerðar margar rannsóknir á því sem allar sýna svipaðar niðurstöður. Samkvæmt skýrslum frá The Institute of Medicine, hafa ekki fundist tengsl á milli þess að silíkonígræði hafa orsakað alvarlegar aukaverkanir svo sem bandvefssjúkdóma eða taugasjúkdóma. Það finnast heldur engin tengsl fyrir því að silíkonfylltir púðar getir orsakað krabbamein eða aðra lífshættulega sjúkdóma. Sama efni hefur verið rætt í greinum sem hafa verið birtar í USA, hjá Neytenda- og læknasamtökunum (USFDA). Þeir hafa ekki getað sett samband á milli silíkonfylltra púða og brjóstakrabbameins, bandvefssjúkdóma eða æxlismyndunar.

Hvernig koma brjóstin mín til með að vera viðkomu, í útliti og í hreyfingu?
Þitt val út frá týpu, áferð og stærð á púðanum hefur áhrif á hvernig niðurstaðan verður. Skurður á vasanum þegar púðinn er settur inn, möguleg tilkoma örvefs og hvernig þinn líkami tekur við púðanum hefur einnig áhrif á tilfinninguna, hreyfingu brjóstsins og útlit. Margar konur eru með brjóstapúða sem eru mjúkir og hreyfa sig náttúrulega í brjóstinu, meðan aðrar fá útkomu sem gerir brjóstið harðara og púðinn virðist fastur. Ræddu við þinn lækni hvernig útkomu þú vilt fá fram. Kannski ert þú að leita að lítilli breytingu eða mikilli. Lokaútkoman getur verið lítil, náttúruleg, veruleg eða augljóslega mikið stækkuð, allt eftir því hvað þú vilt.

Hvað þýðir „cohesive“?
Cohesive þýðir hversu stífur púðinn er, eða hversu stíft gelið í púðanum er og hvernig það er tengt saman. Þetta gerir þér kleift að ákveða hversu stífur púðinn er í þínum líkama. Dropalaga púðarnir frá Mentor er með fjórum mismunandi silíkon lögum sem hanga saman sem eining, en sérhver aðskilin hluti hans heldur sinni lögun.

Getur silíkon farið í sundur?
Silíkonið frá Mentor er læknisfræðilega samþykkt. Það þýðir að það hefur verið samþykkt að nota í læknisfræðilegum tilgangi og hefur verið prófað vandlega hver virkni þess er í líkamanum. Það eru samt sem áður áhættur sem er gott að vera meðvituð um. Ein aukaverkun sem getur komið upp er rof á púða sem felur í sér að silíkonið fer í sundur. Þetta getur gerst á fyrstu mánuðum eftir aðgerð eða löngu eftir og getur verið erfitt að uppgötva, bæði fyrir þig og lækninn. Það getur líka verið gott að vita að púðinn dugar ekki að eilífu og getur slitnað með árunum, sem getur endað með því að það komi rof í púðann.

Silíkonpúði getur rifnað vegna herpings í örvef, sem í byrjun myndast á eðlilegan hátt í kringum púðann, en þrengist síðan og kreystir púðann. Rof getur einnig komið vegna líkamlega áverka, t.d. við slys eða við of mikinn þrýsting við brjóstamyndatöku. Þú skalt alltaf láta heilbrigðisstarfsfólk vita að þú sért með brjóstapúða áður en þú ferð í brjóstamyndatöku, það gæti verið að það þurfi að beita öðrum aðferðum og gera nákvæmari skoðun til greina hugsanleg frávik eða sjúkdóma.

HEIMILDIR:

[1] Bondurant, Stuart. Ernster, Virginia L.Herdman, Roger. (2000) Safety of Silicone Breast Implants. (US). Committee on the Safety of Silicone Breast Implants. s.1ff

[2] https://www.fda.gov/MedicalDevices/ProductsandMedicalProcedures/ImplantsandProsthetics/BreastImplants/ucm064106.htm#Connective_Tissue_Disease

[3] https://lakemedelsverket.se/malgrupp/Foretag/Medicinteknik/Introduktion-till-regelverket/Fragor-och-svar/

Mentor – Johnson & Johnson AB 20171125 CA06_01_SE

Ef eitthvað kemur uppá

Valið á brjóstapúða er mikilvægt og þú skalt alltaf vera örugg í þinni ákvörðun og í þínum líkama. Þetta snýst um að velja hágæða púða sem gefur þér þá útkomu sem þú vilt. Það eru samt sem áður fleiri þættir sem hafa áhrif val þitt.

Hvað getur verið gott að hugsa um ?
Hversu miklar prófanir hefur púðinn farið í gegnum og eru áhættur á aukaverkunum sem er gott að þekkja til. Með því að fara í gegnum miklar prófanir eru minnkaðar þær áhættur sem fylgja brjóstastækkun. Mentor eru ábyrgur framleiðandi á brjóstapúðum og veit að mikilvægt er að vera með upplýsingar um alla mögulega fylgikvilla. Að bjóða upp á alhliða vörutryggingu sýnir umhyggju Mentor fyrir þinni heilsu og velferð til lengdar.

Hver er munur á milli ólíka trygginga?
Eins og þú eflaust veist eru til mismunandi framleiðendur af brjóstapúðum, sem bjóða upp á mismunandi vörutryggingar fyrir þig sem sjúkling. Það sem getur aðgreint tryggingar er:

 • Hvort tryggingin sé ókeypis eða ekki
 • Hvort þú sér sjálfkrafa skráð í trygginguna
 • Hvort tryggingin nái yfir rof á brjóstapúða
 • Hvort hún nái yfir herping á örvef (Capsular Contracture)
 • Hvort hún nái yfir tvöföldun himnu ( Double Capsule)
 • Hvort hún nái yfir síðkomins sermigúls ( Late ceroma)
 • Hvort hún bjóði upp á púða á gagnstæðu brjósti
 • Hvort þú, í gegnum trygginguna, fá fjárhagslegan stuðning við staðfest rof á púða.

Í samanburði á Allergan Natrelle, EuroSilicone & Nagor, Polytech, Motiva, Sebbin og Mentor er hægt að sjá að í dag er Mentor með umfangmestu trygginguna fyrir brjóstapúða á markaðnum í dag. Þú getur lesið frekari upplýsingar um MentorLoforðið hér.

Mentor lofar þér
Eftir þína brjóstastækkun verður þú sjálfkrafa hluti af Mentor Loforðinu, án auka kostnaðar. Okkar yfirgripsmikla trygging er gerð til að þú getir treyst þínum púða, þínu útliti og vitað að við verðum til staðar fyrir þig.

Með tryggingunni okkar færð þú :

 • Ókeypis tryggingu sem þú ert skráð sjálfkrafa í.
 • Nýjan ókeypis púða við rof á púða, lífstíðaábyrgð.
 • Allt að 1000 evrur í fjárhagslegan stuðning við rof á púða í 10 ár.
 • Nýjan ókeypis púða við herpingu (Capsular Contracture), tvöföldun á himnu ( Double Capsule) og síðkomins sermigúls ( Late ceroma).
 • Ókeypis púði á gagnstæðu brjósti ef þinn læknir biður um það.
 1. Ef staðfest rof (sprunga) er á púða eða leki á Mentor brjóstapúða sem kemur vegna slits og þarfnast inngrips læknis, mun Mentor, óháð aldri púðans, gefa nýjan Mentor brjóstapúða. Áhersla okkar á gæði og nýsköpun leyfir okkur að bjóða upp á umfangsmestu trygginguna á markaðnum.
 2. Ef skipta þarf út Mentor gelfylltum brjóstapúða vegna staðfestrar sprungu í púðanum innan tíu (10) ára frá aðgerð, og staðfesting er til staðar frá Mentor í kjölfar mats og greiningar, mun Mentor greiða fyrir kostnað sjúklings vegna skurðstofu, deyfilyfja og/eða kostnað vegna enduraðgerðar allt að 1000 evrur. Kostnaður við skurðstofu og vegna deyfilyfja skal vera í forgangi. Í slíkum tilvikum verður beiðni fyrir fjárhagsaðstoð samkvæmt verndaráætlun Mentor að vera gerð til þíns læknis. Fjárhagsaðstoð felur ekki í sér lán til þín.
 3. Ef herping örvefs (Baker III/IV), tvöföldun himnu eða sermigúll hefur myndast við aðgerð með Mentor gelpúða mun Mentor útvega nýjan Mentor gelpúða, án kostnaðar séu innan við 10 ár frá aðgerð og ef réttur hefur verið staðfestur af Mentor í kjö0lfar greiningar á hinum fjarlægða púða og mats á öllum nauðsynlegum gögnum. Mentor mun útvega nýja Mentor vöru af hvaða stærð sem er með svipaða lögun og útlit og upprunalegi púðinn.

Heimildir :
MentorPromise Protection Plan © Mentor Worldwide LLC 2017 070354-170403_SE
Mentor – Johnson & Johnson AB 20171125 CA05_01_SE

Hvernig heldur púðinn sér ?

Í yfir 30 ár hefur Mentor einblínt á að bjóða konum hágæða vörur fyrir brjóstastækkanir og brjóstauppbyggingu. Við viljum að þú sért örugg í gegnum allt ferlið og í mörg ár eftir aðgerðina þína. Áður en þú ákveður að fara í brjóstastækkun getur verið gott að skoða þau atriði sem hafa áhrif á endingu púðans og útlit brjóstsins til lengri tíma.

Hvernig er púðinn prófaður?
Eitt af mikilvægustu prófum sem Mentor púðar ganga í gegnum kallast Tensile Strength Test. Það er notað til að athuga hversu vel skelin utan um púðann heldur sinni lögun. Prófið gengur út á að athuga hversu mikið efnið teygist, til þess að vera viss um að það geti fylgt hreyfingum líkamans í mörg ár.

Mun ég þurfa að skipta út púðunum mínum?
Ending hvers púða er breytilegur á milli kvenna. Sumar konur þurfa að skipta út púðanum innan nokkurra ára meðan aðrar geta verið með sömu púða í 20 ár. Ástæður fyrir enduraðgerðum er breytilegur milli sjúklinga. Það getur t.d. verið að þú viljir að brjóstið lítið öðruvísi út, skipta út fyrir stærri eða minni púða eða fá öðruvísi gerð af púða. Að skipta út púða eða taka púða út getur verið nauðsynlegt ef upp koma einhverjar aukaverkanir. Í þeim tilfellum er alltaf best að ráðfæra þig við þinn lækni og fá ráðleggingar hvaða lausn henti þér best.

Hvað gerist þegar ég tek út púðann
Hvernig þín útkoma verður fer eftir því hvernig púða þú varst með upphaflega, einnig hefur teygjanleikinn í húðinni þinni og líkamslögun áhrif. Eftir að púði hefur verið tekinn getur verið að brjóstin virðist ójöfn eða krumpuð. Til að fá sem besta útkomu er best að ræða þig við þinn lækni varðandi hvað þú getur búist við.

Hvernig verða púðarnir í brjóstunum eftir meðgöngu og brjóstagjöf?
Það er eðlilega að brjóstin verði fyrir áhrifum og breytist á meðan þú ert ólétt. Brjóstin stækka, æðar verða sýnilegri og stór hluti af fitunni í brjóstunum breytist í bandvef, mjólkurgangar og geirvörtur breytast. Það er á meðgöngunni sjálfri sem brjóstin breytast mest, ekki á meðan bjóstagjöf stendur. Hvorki það að forðast brjóstagjöf eða fara í brjóstastækkun kemur í veg fyrir að brjóstin sígi meira eða minna eftir meðgöngu. Ef þú vilt sjá breytingu á útliti brjóstanna eftir meðgöngu skalt þú spyrja lækninn þinn um brjóstalyftingu og fleiri möguleika sem eru í boði.

Hvað stendur lífstíðartrygging Mentor fyrir?
Fyrir alla Mentor púða gildir svokölluð Lifetime Product Replacement Policy og sem sjúklingur fellur þú sjálfkrafa undir þessa tryggingu og ert skráð í Mentor Loforðið. Tryggingin gerir þér kleift að fá nýjan púða ef púði rifnar, allt lífið, án kostnaðar. Aðgerðarkostnaðurinn er ekki greiddur af Mentor en heyrðu í þínum lækni hvernig ferlið er í kringum enduraðgerðir. Mentor Loforðið er sönnun á því öryggi og ábyrgð sem er á bakvið Mentor brjóstapúða. Áherslur fyrir og eftir brjóstastækkun er oft á útlitið eitt og sér. En að velja púða sem er með langa reynslu og með tryggingu sem tryggir þig fyrir algengustu fylgikvillum er það mikilvægasta sem þú gerir fyrir þinn líkama.

HEIMILDIR:

[1] Bondurant, Stuart. Ernster, Virginia L.Herdman, Roger. (2000) Safety of Silicone Breast Implants. (US). Committee on the Safety of Silicone Breast Implants. s.1ff

[2] https://www.fda.gov/MedicalDevices/ProductsandMedicalProcedures/ImplantsandProsthetics/BreastImplants/ucm064106.htm#Connective_Tissue_Disease

[3] https://lakemedelsverket.se/malgrupp/Foretag/Medicinteknik/Introduktion-till-regelverket/Fragor-och-svar/

Mentor – Johnson & Johnson AB 20171125 CA06_01_SE

Velkomin

Þú ert kannski að velta fyrir þér aðgerð á brjóstum, hefur bókað tíma í aðgerð eða vilt fá frekari upplýsingar um hvernig ferlið fer fram? Hvort sem þú ert komin langt af stað í þinni vegferð eða ert rétt að byrja þá viljum við að þú fáir eins mikið af upplýsingum og þú þarft. Það er þess vegna sem við bjuggum til Sjálfsöryggis síðuna. Við viljum hjálpa þér að fá heildarmyndina af ferlinu og sjá til þess að þú undirbúir þig vel. Velkomin!

Að öðlast sjálfsöryggi
Það efni sem þú færð hérna, upplýsingar, brjóst-varpið, myndirnar og reynslusögur á síðunni munu hjálpa þér að líða öruggri. Það er samt sem áður ekki einungis það sem við viljum að þú vitir fyrir brjóstaaðgerðina. Við viljum að þú sér örugg í þínum líkama. Því fyrir okkur snúast brjóstapúðar ekki um það að gera þig að annarri manneskju. Eða um að breyta líkamanum í eitthvað allt annað. Þetta snýst um hvað þú vilt gera með þinn líkama. Hvað þú sérð fyrir framan þig. Við viljum hjálpa þér að vera trú þínum markmiðum, þínum óskum og fá þær niðurstöður sem eru byggðar á þínum forsendum.

Í hverju skrefi
Við munum ekki einungis gefa þér upplýsingar um brjóstapúðann sjálfan. Jafnvel þótt aðaláherslan hjá Mentor eru brjóstapúðarnir, þá eru þeir samt sem áður hluti af stærri mynd. Markmið okkar með þessari síðu, og með öllu sem við gerum, er að láta þér líða eins öruggri og mögulegt er. Við viljum að áður en þú skoðar þína valmöguleika að þú sért sjálfstæð í þínum ákvörðunum – og sjáir fyrir þér manneskjuna sem þú vilt vera.