Trúðu á sjálfa þig.​

Sama hvaða ástæðu þú hefur fyrir því að fara í brjóstastækkun, viljum við hjálpa þér að þú upplifir þig örugga með ákvörðun þína. Það eru mismunandi forsendur og ólíkar leiðir að fara – engin er réttari en önnur. Þú færð tækifæri útfrá þínum forsendum til að uppfylla þína drauma.

Hvað gerist á aðgerðardaginn?

Læknastofan sem þú velur mun skipuleggja aðgerðina eftir þínum óskum og það sem þú og skurðlæknirinn hafið rætt um. Þú verður svæfð á meðan á aðgerðinni stendur og venjulega ferð þú heim sama dag og aðgerðin er framkvæmd.

Þínar óskir
Skurðlæknirinn mun gera skurð út frá því sem þið rædduð um fyrir aðgerðina. Gerður er vasi í brjóstið þar sem brjóstapúðanum, sem þú hefur valið, er komið fyrir. Þegar púðinn er kominn á sinn stað er skurðinum lokað með saumum. Öll aðgerðin tekur um það bil 1-2 tíma.

Vaknaðu í ró og næði
Eftir aðgerðina er farið með þig í vöknun eða á skurðdeildina til að vakna. Þegar þú hefur hvílt þig og hjúkrunarfræðingur hefur hlúið að þér, getur þú farið heim. Það er ekki óalgengt að vera svolítið þreytt strax eftir aðgerðina og næstu daga þar á eftir.

Hvernig fer læknaviðtalið fram?

Þú og skurðlæknirinn munuð ræða um þínar óskir, væntingar og forsendur fyrir brjóstastækkun. Í sameiningu farið þið yfir þá valkosti sem þú hefur.

Hvað gæti ég spurt skurðlækninn um?
Hér að neðan eru nokkrar spurningar sem getur verið gott að spyrja þegar þú ferð í viðtal við skurðlækninn þinn.

  1. Framkvæmir þú margar brjóstastækkanir á ári?
  2. Hvaða áhættur og fylgikvillar eru í tengslum við aðgerðina?
  3. Hvaða valmöguleika hef ég í sambandi við brjóstastækkun?
  4. Hvernig get ég búist við að púðarnir séu viðkomu og líti út eftir 10 ár?
  5. Hvers konar ábyrgðir og tryggingar hafa þeir púðar sem þið notið?

Viltu fá fleiri tillögur að spurningum áður en þú ferð í læknaviðtalið?
Halaðu niður Mentor bæklingnum

Hvað gerist eftir aðgerðina?

Líkami þinn þarf tíma til að gróa og húðin þarf að venjast nýju brjóstastærðinni. Þess vegna er það ekki óalgengt að brjóstin séu aum og bólgin fyrstu vikurnar eftir aðgerðina.

Auka stuðningur
Eftir mánuð ættir þú að geta stundað flest öll störf, en hlustaðu á hvað líkaminn treystir sér til. Góður sjúkra- eða íþróttabrjóstahaldari getur verið þægilegur eftir aðgerðina.

Eftirfylgni á læknastofunni
Um það bil 10 dögum eftir aðgerðina færð þú tíma í eftirskoðun. Að 9 til 12 mánuðum liðnum gætir þú verið boðuð aftur í skoðun hjá þínum skurðlækni.

Leiðbeiningar þínar fyrir brjóstastækkun.

Finndu allt sem þú þarft að vita um vegferð þína áður, á meðan og eftir brjóstastækkunina. Í nýjasta bæklingi Mentor getur þú lesið um þína valmöguleika fyrir aðgerðina.