Læknastofan sem þú velur mun skipuleggja aðgerðina eftir þínum óskum og það sem þú og skurðlæknirinn hafið rætt um. Þú verður svæfð á meðan á aðgerðinni stendur og venjulega ferð þú heim sama dag og aðgerðin er framkvæmd.
Þínar óskir
Skurðlæknirinn mun gera skurð út frá því sem þið rædduð um fyrir aðgerðina. Gerður er vasi í brjóstið þar sem brjóstapúðanum, sem þú hefur valið, er komið fyrir. Þegar púðinn er kominn á sinn stað er skurðinum lokað með saumum. Öll aðgerðin tekur um það bil 1-2 tíma.
Vaknaðu í ró og næði
Eftir aðgerðina er farið með þig í vöknun eða á skurðdeildina til að vakna. Þegar þú hefur hvílt þig og hjúkrunarfræðingur hefur hlúið að þér, getur þú farið heim. Það er ekki óalgengt að vera svolítið þreytt strax eftir aðgerðina og næstu daga þar á eftir.