Á ég að fara í brjóstastækkun ?

Það eru nokkrir þættir sem þarf að hafa í huga áður en þú bókar tíma í brjóstastækkun. Hér getur þú lesið þér betur til um hvernig þessi aðgerð henti þér.

Aukin stærð og betri hlutföll brjóstanna .
Aðgerðin er til þess að stækka brjóstin og bæta hlutföll þeirra. Mælt er með því að konur yngri en 18 ára fái einungis að fara í brjóstastækkun ef fyrir því eru læknisfræðilegar ástæður. Margar konur tengja andlega vellíðan við það að vera ánægðar með líkama sinn.

Persónuleg ánægja
Jafnvel þótt það séu ekki allar konur sem finna þörf á að fara í brjóstastækkun, þá hefur þessi aðgerð veitt þúsundum kvenna mikla persónulega ánægju.  Kona getur ákveðið að fara í brjóstastækkun út af eftirfarandi persónulegu ástæðum:

  • Stækkun til að fá fram betri lögun á brjóstunum
  • Stækkun og mótun á brjóstunum eftir brjóstagjöf
  • Jafna út brjóst sem eru mismunandi af stærð og lögun.

Margir valmöguleikar
Ástæður þínar eru mjög persónulegar og val þitt fyrir brjóstastækkun á að vera gert af þér og lækninum þínar á grundvelli þinna þarfa, óska og væntinga. Í dag eru margir valmöguleikar í boði fyrir þær konur sem ákveða að gangast undir brjóstastækkun. Þessi grein er gerð til að hjálpa þér að skilja meira varðandi brjóstastækkun og hvaða valmöguleika þú hefur. Hún er ekki hugsuð til að koma í stað samtals milli þín og læknisins.

Talaðu við vini og fjölskyldu
Það getur verið gott að tala við fjölskyldu, vini og stuðningshópa fyrir konur með brjóstapúða til að fá aðstoð við að taka ákvörðun. Við ráðleggjum þér að bíða a.m.k. tvær til fjórar vikur eftir að hafa lesið þér til um brjóstastækkun áður en þú ferð í sjálfa aðgerðina.

Ástæður þínar fyrir brjóstastækkun eru mjög persónulegar. Þetta er þitt val ásamt lækninum þínum sem styður þig á grundvelli þinna þarfa, óska og væntinga.

Mentor – Johnson & Johnson AB 20180313  CA07_01_SE (Clinical Article 7 version 01)